Gleðilegt nýtt ár 2008

Ég á enga betri ósk en að biðja ykkur vinum mínum gleðilegs nýs árs og friðar með þakklæti fyrir það sem liðið er.  Kærleikur, bænir og innilegar óskir eru að mínu mati eitthvað það best sem hver og einn getur gefið vinum sínum og hverjum sem er.  Bænhiti og sannar óskir koma öllum vel bæði heilum og sjúkum.  Enn þann dag í dag minnist ég gæsku móður ömmu minnar og hversu annt henni var um mig og velferð mína.  Innrætingin, kennslan og fyrirmyndin hefur lifað sjálfstæðu lífi í huga mér og gleymist eigi.  Aldrei brást það eftir bað í gömlum þvottabala sem til var á heimilinu að ég, unginn væri ekki þerraður og færður í hrein nærföt að hún signdi mig ekki áður;  "Í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda" Amen.  Þegar ég hváði einhverju sinni, af hverju hún segði þetta alltaf?  Jú, svaraði hún, það er góður siður að signa sig eða annan, hverju sinni sem steypt er yfir mann fati"  Ekki voru höfð fleiri orð um þessa athöfn að ég muni.

Ég minnist þess líka að hún kenndi mér bænir sem ég skyldi nota þegar ég væri sjálfur búinn að læra þær.  Að morgni skyldi maður m.a. hafa yfir;

Nú er ég klæddur og kominn á ról,

Kristur, Drottinn veri mitt skjól.

Í Guðsóttanum leyfi mér að ganga í dag,

Svo líki þér.

 - Amen.

Þegar ég hváði einhverju sinni, af hverju hún segði þetta alltaf?  Jú, svaraði hún, það er góður siður að signa sig eða annan, hverju sinni sem steypt er yfir mann fati"  Ekki voru höfð fleiri orð um þessa athöfn að ég muni.

Og að kvöldi dags, að loknu "Faðirvorinu" kom oftast signing og eftirfarandi bæn sem ég nota við ýmis tækifæri, upphátt eða í hljóði: 

Guð komi til mín

og varðveiti mig,

frá öllu illu,

til l lífs og sálar,

þessa nót (stund eða dag)

í Jesú blessaða nafni.

 - Amen.

Af einlægu hjarta sendi ég ykkur þessar stuttu en fallegu bænir svo ykkur megi blessast lífið allt, hvert sem þið kunnið að rata á lífsleiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sömuleiðis; Ármann minn. Megir þú, sem fjölskylda þín öll, hafa það, sem allra bezt, á komandi tímum.

Kveðja, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 22:40

2 identicon

Takk sömuleiðis Ármann, mikið rétt, það er alltaf gott að kunna bænir. Ég held að alveg sama hvort fólki líkar það betur eða verr, að allir noti þær. Sérstaklega þegar þannig háttar þá leita allir meira og minna í bænirnar sem þeim hefur verið kennt.  Sjálf er ég ófeimin við að gangast við því að bænir eru mér mikils virði. Gaman að sjá ykkur Sigr. í afmælinu hjá ÁBI. Megi nýja árið verða ykkur hjónum og fjölskyldum ykkar farsælt. Sjáumst hress, þín Helena Mjöll

Helena Mjöll (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 01:22

3 Smámynd: Soll-ann

Gleðilegt ár gamli og vonandi verður þetta ár fullt af endalausri gleði.

Knús til þín og þinna og endilega farið að koma á Langholtsveginn þar er allt að verða fullkomið og meir en það, hreinlega himneskt.

Soll-ann, 7.1.2008 kl. 19:24

4 identicon

Gleðilegt ár til ykkar hjóna og vonandi verður mikil farsæld og friður á nýju ári.Hlakka til að hitta þig Ármann minn og vonandi sem fyrst.Kærleikskveðja

Björk töffari (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 09:13

5 Smámynd: Guðrún Árnadóttir

Sæll Ármann.

Við Víkingur kíkum nú reglulega inn á síðuna hjá þér og Hemma og fleir vinum heima á Íslandi og höfum gaman af. Við erum þó heldur ódugleg að skrifa athugasemdir en ég ákvað því að láta verða af því núna, þakka fyrir bænirnar og óska þér og fjölskyldunni gleðilegs árs og gæfu á komandi ári.

Kveðja frá dk Guðrún Árnad.  

Guðrún Árnadóttir, 9.1.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband