Kvenvargur

 

"Eva Hauksdóttir flutti vargastefnu við stjórnarráðið þar sem hún sagðist vera að magna reiði þjóðarinnar upp í vargslíki og stefna gegn ríkisstjórninni og spilltum embættismönnum".  

Kvensnift þetta hefði nú e.t.v. betur átt að kunna að skammast sín. Hugsa betur um uppeldi sonar síns, kenna honum í það minnsta virðingu og almenna mannasiði. En við hverju er að búast af móður sem leggur sig niður við að magna upp varga eða önnur óféti. Ekki veit ég hvað það kann að kosta þjóðarbúið, þegar drengurinn hennar óð eins og kjáni uppá nýlagt þak alþingishússins sem liggur á leiðurum og alls ekki er sama hvernig á það er stigið svo komist verði hjá óbætanlegum skemmdum af minnstu óvarkárni. Ekki fór nú blessaður móðurbetrungurinn hönduglega með íslenska fánann þegar hann skipti honum út fyrir fána Bónusverslananna. Greinilegt er að stráksi hefur aldrei komið nálægt skátahreyfingunni né annarri heilbrigðri ungmennastarfsemi þar sem borin er sérstök virðing fyrir íslenska fánanum enda gilda ákveðin lög og reglur um meðferð og notkun hans.

Að koma síðan fram í kastljósi sjónvarpsins, reynandi að kasta rýrð á lögreglustjórann fyrir að leyfa mönnum sínum að beita piparúða í nauðvörn, gegn henni og öðru hyski af sama sauðahúsi brjótandi rúður og gerandi aðsúg að laganna vörðum með ýmsum ósæmilegum hætti. Jú hún var að frelsa son sinn úr betrunarhúsinu með hjálp Harðar Torfasonar sem beindi lýðnum á staðinn í lok fundar á Austurvelli. Strákurinn hafði verið tekinn til tuktunar deginum áður vegna sekta fyrir aðrar ótilteknar óspektir og lagabrot. Það er í rauninni sorglegt að fréttafólk skuli elta uppi fólk af þessu sauðahúsi sem er gegnsýrt af ranghugmyndum og athyglissýki.

Ármann Eiríksson

 

 


mbl.is Vargastefna við Stjórnarráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þegar fólk tjáir sig í rituðu máli er alltaf betra að hafa tvennt á hreinu - málavöxtu og máfar. Kvebnsnift, það skemmtilega orð, er í kvenkyni en ekki hvorugkyni. Það er því sagt hún kvensniftin. Annað mál er hvort réttlætanlegt er að nota orð eins og kvensnift og hyski um fólk bara af því það hefur aðrar skoðanir en maður sjálfur. Og svo að málavöxtu: Haukur og móðir hans hafa bæði beitt rétti sínum sem þegnar í lýðræðisríki til að koma á framfæri skoðunum sem eru í andstöðu við skoðanir og gerðir stjórnvalda. Hann var heldur ekki tekinn fyrir ótilteknar óspektir, heldur mótmæli gegn virkjunarframkvæmdum. Það að honum skuli hafa verið stungið inn einmitt á þessum tíma hefur ýmsum þótt harla undarlegt. Nauðvarnarrétturinn er óumdeildur, en að skjaldbúnir lögreglumenn hafi þurft að beita honum sér til varnar gegn reiðum krökkum er kannski annað mál. Þeim var nú ekki ýkja mikil hætta búin. Lýðræðið ætti að þola að fólk hafi skoðanir og Alþingishúsið hrynur ekki þótt klifrað sé upp á það - og því miður dugur seiðurinn víst ekki til að menn sjái sóma sinn í að axla ábyrgð á gerðum sínum.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:30

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þessi kona (norn og stjórnleysingi) Eva Hauksdóttir mælir með því að kornabörnum fé fórnað af mæðrum þeirra með því að leggja þau fyrir vinnuvélar til að stöðva virkjunarframkvæmdir. 

Sjá nánar: http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/601346/

Lesið ekki bara innganginn, heldur athugasemdirnar og tilsvör Evu Hauksdóttur þar sem hún mælir með slíkum kornabarnamorðum!!!

Með kveðju, Björn bóndi.  

Sigurbjörn Friðriksson, 1.12.2008 kl. 17:55

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Þú ert duglegur að gera þér upp skoðanir hennar Evu Sigurbjörn Friðriksson og krydda þær með dassa af eigin útúrsnúningi, ertu kannski flokksbundinn Sjálftökuflokknum ?

Sævar Einarsson, 1.12.2008 kl. 18:10

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sævarinn;  Gera upp skoðanir?  Útúrsnúningi? 

Lastu athugasemdirnar og rökfærslur hennar þar?  Ég held varla.

Kv. Björn bóndi.   

Sigurbjörn Friðriksson, 1.12.2008 kl. 19:18

5 Smámynd: Ármann Eiríksson

Ágæta Ragnheiður!

Ég biðst einungis afsökunar á því, að hafa ranglega kyngreint nafnorðið "kvensnift" (samanb. kona; kvensa, - samkv. orðabók Máls og menningar) í stuttri álitsgerð minni. Það var afar klaufalegti. Lestu nú bara sjálf yfir palladómana þína og vittu hvort þú sért sátt við eigin ritsmíðar eða stafsetningu þar sem þú leggur svo ríka áherslu á "að hafa tvennt á hreinu, að eigin sögn; - málavöxtu og máfar. Kvebnsnift..... o.s.frv." Hvað ertu komin langt í námi? Svo segirðu "að Haukur og móðir hans hafa bæði beitt rétti sínum sem þegnar í lýðræðisríki til að koma á framfæri skoðunum...."  Það beitir enginn rétti sínum til þess að brjóta lög. Áttarðu þig á því eða þarf ég að skýra þetta frekar?

Kv. Ármann Eiríksson

Ármann Eiríksson, 1.12.2008 kl. 23:09

6 identicon

'Það beitir enginn rétti sínum til þess að brjóta lög.'

-Jú. Þegar lög brjóta gegn réttlætinu, þá er rétt og gott að brjóta þau. Það gerðu t.d. menn eins og Ghandi, Martin Luther King og Nelson Mandela. Það er líka allt í lagi að brjóta sum lög eins og t.d. fánalögin þegar jafnræði er ekki gætt. T.d. þegar lögregla handtekur ekki menn sem hafa með misnotkun á valdi sínu og stöðu, komið landi sínu niður á stig þróunarríkja, en handtekur hinsvegar þá sem nota stjórnarskrárbundinn rétt sinn til að krefjast þess að þeir hinir sömu verði dregnir til ábyrgðar. Það skaðar engan þótt fáni sé dreginn að húni.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:10

7 Smámynd: Soll-ann

Sæll kallinn minn og velkominn aftur og takk fyrir síðast.

Soll-ann, 3.12.2008 kl. 21:07

8 Smámynd: Kokkurinn Ógurlegi

það er allveg með ólíkindum hjá henni Evu að líkja þessari drengleysu hennar við þessa mætu menn Nelson Mandela, Martin Luther King og Ghandi

Kokkurinn Ógurlegi, 10.12.2008 kl. 14:23

9 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Henni verður sko ekki fisjað saman, norninni einu henni Evu.  Það er gott fyrir hana sem móður og uppalanda að vera ánægð með framagosann son sinn sem hún telur að skari framúr í íslensku þjóðfélagi og það með endemum!!

Kveðja, Björn bóndi  

Sigurbjörn Friðriksson, 10.12.2008 kl. 18:04

10 Smámynd:

Þetta er nú meira endemis bullið í ykkur Ragnheiður, Sigurbjörn og Eva. Við Ármann sem höfum alið okkar börn upp og gert þau að heiðarlegum manneskjum sem spjara sig frábærlega í lífinu kærum okkur ekkert um svona . Þetta voru nú bara kölluð skrílslæti í gamla daga og á ekkert skylt við frelsisleiðtoga fyrri ára.Við höfum ekki valið son þinn Eva til að standa í elslínunni í mótmælum hér á landi. Ég held að sá drengur þyrfti að fara að snúa sér að einhverju öðru. Við tröðkum ekki á Alþingishúsinu né íslenska fánanum. Það bottnaði nú enginn í þessu með Bónusfánann. Var kanski verið að hvetja fólk til að versla við kvalarana okkar sem hafa sóað mikið af okkar fjármunum og flutt úr landi? Ég tek undir það sem Kokkurinn segir að líkja þessum dreng við þessa frábæru menn sem unnu allt í orði kærleikans. Eva þú ættir að benda syni þínum á eithvað annað sem gæti verið mannbætandi fyrir hann og fullnægði þessum frábæru hæfilekum sem þið teljið þennan dreg hafa. Svo væri nú gott ef þú gætir Eva beitt þínum nornar seið til að útvega nokkra miljarða svo við getum rétt af efnahagsmálin okkar með því. Ármann minn þú þarft ekki að biðjast afsökunar á neinu í þinni frábæru grein.

, 13.12.2008 kl. 14:04

11 Smámynd:

Ég vona að við hittum ykkur hjónin á jólafundinum. Kærleikskveðja frá mér.

, 13.12.2008 kl. 14:07

12 identicon

Áslaug. Það var auðvitað fullt af fólki sem botnaði í þessu með bónussfánann þótt auðvitað sé ekki hægt að gera þá greindarfarslegu kröfu til allra. Það hefur vitanlega enginn valið Hauk til að standa í neinni eldlínu fremur en t.d. Hörð Torfason, enda eru mótmælendur ekki kjörnir, heldur er það einfaldlega stjórnarskrárbundinn réttur hvers manns að láta skoðanir sínar í ljós.

Það er vitanlega  þitt eigið val að mótmæla ekki eða gera það með þeim hófsömu aðferðum sem aldrei hafa skilað neinum árangri en til er fólk sem nennir ekki að sóa tíma sínum til ónýtis og tekur því upp nákvæmlega sömu aðferðir og Ghandi, Nelson Mandela og fleiri mætir menn. Óskandi væri að fólk kynnti sér aðferðir þeirra því nóg eru þessir menn dásamaðir af fólki sem virðist ekki hafa hundsvit á því í hverju baráttuaðferðir þeirra voru fólgnar. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband