Myrkur og uppsteyt í íslensku samfélagi

 

Mikið ofboðslega dimmir skart frá degi til dags og ennþá á þetta eftir að dökkna.  Mikið á ég eftir að fagna því þegar blessuð jólaljósin fara að skína og lýsa upp byggðir og ból í svartasta skammdeginu.  Þegar hátíð ljóss og friðar verður svo um garð gengin fer sólin aftur að feta sig upp á himinn hvelið og færa döprum sálum og jarðargróðri öllum aukna birtu, yl og betri daga.

Ágætur kunningi kom í þjónustuverið til mín og bar upp þá spurningu hver bæri ábyrgð á öllu þessu jólaljósafári í bænum.  Honum fannst að þetta mætti nú aldeilis minnka, að minnsta kosti alveg um helming.  Þetta væri ekkert nema til að kasta fjármunum skattborgaranna beint út um gluggann.  Jæja, finnst þér það, svarað ég?  Svo upphófst frekari rökstuðningur og hver réði eiginlega þessu rugli?  Bæjaryfirvöld, svaraði ég! (ljótu karlarnir sem þú kaust yfir þig til þess að taka ákvarðanir eins og þessa og allar hinar, hugsaði ég). 

Mikið vorum við á öndverðum meiði.  Úpss..... og ekki fleiri orð um það.  "Viðskiptavinurinn hefur víst alltaf rétt fyrir sér"  Það var manni allavega kennt hér á árum áður.  Hugsið ykkur munaðinn að búa yfir allri þessari orku hvort sem hún kemur frá vatnsafls- eða gufuaflsvirkjunum.  Hvort skyldi nú vera betra?  Mér finnst eins og allir séu á móti öllum þegar þessi mál bera á góma.  Ótrúlegt hvað við erum sundurleit þjóð.  Sumir vilja virkja vatnsafl þá rísa dýrvitlausir hópar á fætur og kalla til liðs við sig atvinnulaus erlend ungmenni til þess að tjóðra sig við vinnuvélar og annað þaðan af vitlausara til þess að mótmæla virkjunum undir slagorðinu "saving Iceland"( hljómar vel á degi íslenskrar tungu til minningar um Jónas Hallgrímsson).  Jafnvel sumt fyrrgreindra aðila vilja frekar vinna raforku með gufuafli sem kallar þá fram mótmælendur að nýju sem hryllir við mannvirkjunum, lögnunum og leiðslunum og þá er þetta orðið að sjónmengun.  Hvergerðingar mótmæla nú kröftuglega nærliggjandi virkjanahugmyndum vegna fnyks sem frá þeim kann að stafa, nóg sé nú samt af brennisteinslyktinni á staðnum.

Guðmundur Löve birtir m.a. eftirfarandi sjónarmið á bloggvef sínum:  "Það er sama hvort litið er til Bitruvirkjunar á Hellisheiði eða virkjunar Hagavatns og Farsins:  Þessir virkjunarmöguleikar eru þeirrar ónáttúru að ráðast inn á hingað til ósnortin landsvæði sem hafa bæði mikið náttúruverndar- og útivistargildi.  Virkjun Hagavatns og útfalls þess, Farsins, má líkja við Kárahnjúkavirkjun í minni skala, þar sem ráðist er inn á allskostar ósnortið "hálendi í byggð"; eitt hið aðgengilegasta og stórbrotnasta hálendissvæði í nágrenni við þéttbýlustu staði landsins".

Og svo þetta:  "Fagna ber framsýni Hveragerðinga að vilja ekki virkja á Bitrusvæðinu.  Þarna standa Hvergerðingar uppi í hárinu á yfirboðurum sínum með Ólaf Áka Ragnarsson, bæjarstjóra sveitarfélagsins Ölfuss, í broddi fylkingar. Ólafur Áki hefur enda ekki borið fram töluleg rök með virkjuninni heldur reitt sig á hræðsluáróður".  Svo mörg voru nú þessi orð. 

Undarlegt er að menn forðast eins og heitan eldinn að nefna mestu skaðvaldana á ósonlaginu og valda mestum loftlagsbreytingunum í heimi hér er einfaldlega "viðrekstrar búffjár, nautgripa og mannskepnunnar sjálfrar" og e.t.v. til viðbótar má nefna sorphaugagas af hennar völdum o.m.m.fl.  Ferill okkar mannanna hér á jörðinni um aldir alda gefur rík tilefni til að bera kinnroða yfir háttalaginu svo ekki sé nú sterkar kveðið að orði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll kæri vinur og félagi.Ég er algjörlega hlynnt því að hafa sem mest af jólaljósum í þessu svarta skammdegi okkar,lyftir upp sálartetrinu og léttir lund.Förum vonandi að hittast fljótlega.Ljósakveðjur

Björk töffari (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 00:04

2 identicon

...ertu að segja mér að ef ég fæ vindgang og uppþembu sé það ógnum við ósonlagið.?  Ég hélt að það væri sárasaklaust að lauma út svona einni og einni bombu í góðra vina hópi.!  Ég þarf að taka mig greinilega á og fá mér "verk- og vindeyðandi" í apótekinu - til þess að vera umhverfisvæn...sjáðu! 

 Góðar kveðjur

bebba (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 15:39

3 Smámynd: Soll-ann

Sæll gamli.

Átti von á því að sjá þig í dag en sem betur fer komu margir aðrir Ljósakallar sem ég gat knúsað

svo þetta þýðir bara eitt. Þurfum að fara að hittast

Soll-ann, 2.12.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband