14.9.2007 | 16:38
Ekkert líf ...... !
Ekkert líf eftir fimmtugt, hvað þá sextugt!
Erfitt getur reynst að vera krabbameinsgreindur og standa frammi fyrir ungmenni sem syrgir nákominn jafnaldra sem fallinn er frá í blóma lífs síns.
Ég lenti t.d. í því að hugga eitt slíkt, ungann vinnufélaga minn sem var yfirkominn af sorg vegna aðstæðna af þessu tagi.
Eitt af því versta sem sagt var í hita tilfinninganna og kom fremur illa við kaunin á mér gamlingjanum var;
"- hugsaðu þér óréttlætið -",
af hverju tók Guð ekki einhvern gamlan karl eins og Davíð Oddsson t.d. (sem þá hafði nýverið greinst með krabbamein) í staðinn.
Auðvitað gat ég ekki fengið af mér að benda á að ég væri nú sennilega tveim árum eldri en hann og hefði því frekar átt að fara til himna í nefndu tilviki.
Þetta minnir mann á að ungmenni líta oft á fimmtuga, hvað þá sextuga karla sem örvasa gamalmenni með slokknaðar tilfinningar og lífslöngunina búna!
Athugasemdir
ónærgætislega orðað, en ég held að djúpa meiningin hafi ekki verið að særa neinn!
Kokkurinn Ógurlegi, 17.9.2007 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.