Ekkert líf ...... !

 

Ekkert líf eftir fimmtugt, hvað þá sextugt!

Erfitt getur reynst að vera krabbameinsgreindur og standa frammi fyrir ungmenni sem syrgir nákominn jafnaldra sem fallinn er frá í blóma lífs síns. 

Ég lenti t.d. í því að hugga eitt slíkt, ungann vinnufélaga minn sem var yfirkominn af sorg vegna aðstæðna af þessu tagi. 

Eitt af því versta sem sagt var í hita tilfinninganna og kom fremur illa við kaunin á mér gamlingjanum var;

"- hugsaðu þér óréttlætið -",

af hverju tók Guð ekki einhvern gamlan karl eins og Davíð Oddsson t.d. (sem þá hafði nýverið greinst með krabbamein) í staðinn.  

Auðvitað gat ég ekki fengið af mér að benda á að ég væri nú sennilega tveim árum eldri en hann og hefði því frekar átt að fara til himna í nefndu tilviki.

Þetta minnir mann á að ungmenni líta oft á fimmtuga, hvað þá sextuga karla sem örvasa gamalmenni með slokknaðar tilfinningar og lífslöngunina búna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kokkurinn Ógurlegi

ónærgætislega orðað, en ég held að djúpa meiningin hafi ekki verið að særa neinn!

Kokkurinn Ógurlegi, 17.9.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband