27.9.2007 | 22:10
Þakkaðér ógeðslega!
Ja hérna, tíminn líður!
Heil vika og engu varpað á skjáinn!
Ég er að velta því fyrir mér hvort ég sé nokkuð efni í "bloggara".
Spurningin er hvort að þetta tjáningarform henti mér nokkuð?
Stóra spurningin er líka hvort ég sé nokkuð tilbúinn að opna tilfinningabuffetið mitt uppá gátt?
Á ég að vera að velta öðrum uppúr krabbameins upplifun minni. Hverjum er ekki sama um sextugan kall, hvort hann lifir deginum, árinu eða áratugnum lengur eða skemur?
Auðvitað er miklu eðlilegra að sína tilfinningar með ungu fólki sem er að heygja alvarlegt veikindastríð í blóma lífsins. Eigandi börn og barnabörn skil ég svo miklu betur hvað það yrði mér mikil kvöl að þurfa að horfa á eitthvert þeirra berjast við alvarlega, lífshættulega sjúkdóma. Þá vildi ég nú miklu fremur vilja láta mitt í staðinn fyrir að upplifa pínu þeirra með einum eða öðrum hætti, ætti ég þess kost.
Nú jæja, þrátt fyrir ýmislegt neikvætt sem ber fyrir sjónir þá eru nú jákvæðu tilvikin oftast miklu fleiri. Maður bara tekur þau sem sjálfgefinn hlut og hirðir ekki um að þakka Guði fyrir dásemdir lífsins. Fremur hefur maður tamið sér í gegnum árin, að biðja sí og æ um allt mögulegt.
Um daginn var ég fyrir aftan ungann mann sem var fyrir framan mig að stíga uppí strætisvagn. Ég fylgdi nokkuð þétt í kjölfar hans enda vagninn að fara að fara. Skyndilega rétti drengurinn út hendina og "selbitaði" eða skaut hálfreyktri sígarettu af fingrum sér útí bláinn. Því miður var ég bara einmitt staddur þarna útí blánum en sígarettan sveif rétt fyrir sjónum mínum. Heppinn ég, að fá hana ekki á milli augnanna eða í annaðhvort augað. Líklegast hefði ég nú fengið að halda öðru ef svo hefði farið (heppinn!). Þar sem ég hopaði við eldraun þessa þá slapp ég líka við hrákaslettu þess unga manns sem þurfti greinilega líka að losa sig við slímið úr kynnholunum og hálsinum áður en hann steig um borð. Hugsið ykkur, - tvöföld heppni hjá mér að fá ekki hrákann í andlitið líka. Ég man það nú, að ég hefði getað þakkað Guði fyrir lánið.
Oft stend ég mig að því að líta niður fyrir fætur mér á gangi og fyllist stundum uppgjöf yfir öllum sígarettustubbunum og tyggjóklessunum fyrir framan Fjörð og fætur mínar. Í huga mér verða til hugsanir eins og "umhverfissvín og umhverfissóðar". Hvernig uppeldi hafa þessir einstaklingar fengið sem fara svona að ráði sínu, spyr ég mig og frá hverskonar heimilum kemur svona fólk?
"Sagt er að refurinn höggvi sjaldnast nærri greni sínu".
Líklega gerir fólk þetta fremur fyrir framan Fjörð, veitingastaði og strætóstoppustaði en fyrir framan heimili sín, - Guði sé lof fyrir það og þeirra nánustu.
Ég er byrjaður að temja mér að horfa fremu uppí loftið þessa dagana og dást að fuglum háloftanna og laufi trjánn í allri sinni haustlitadýrð nú um þessar mundir.
Ég fór að finna að málfari ungra samverkamanna minna sem mér finnst orðið fyrir neðan allar hellur. Lýsingarorðin sem notuð eru til að hefja athafnir og hluti til skýjanna eru t.d.:
Takk fyrir æðislega.
Ég fór að sjá ógeðslega góða mynd í bíó.
Ég tók þátt í brjálæðislega skemmtilegu gæsapartíi.
Er talvan þín Ókey?
Og svo er þágufallssýkin komin á kreik eins og hún var kölluð í mínu ungdæmi og þótti sko ekki par fín, dæmi;
Spáðu í því?
Mundi nokkur segja:; spáðu í mér eða spáðu í henni!
Ég heyrði um mann sem sagði kunningja sínum frá því að; hann hefði keypt alveg brjálaða meri?
Ég hefði nú líklegast spurt manninn, hvort hann hefði lent á útsölu gallaðra hrossa/mera eða hvort ekki hefði verið til óbrjáluð hross þarna?
Þegar ég tók að lesa þetta yfir sem ég var að skrifa þá fannst mér þetta e.t.v. svolítið fyndið og líklegast er það einmitt þannig sem maður á að bregðast við samræðum af þessu tagi - eða hvað?
Athugasemdir
Hæ elsku besti var farin að halda að þú værir horfinn.
Kveðja til frúarinnar
Solla ljós
Soll-ann, 28.9.2007 kl. 00:04
Augnablikið er það eina sem við höfum fyrir víst. Enginn veit hver grefur hvern. Lífsorka, lífslöngun og lífsgleði þurfa ekki endilega að vera meiri á yngra árum. Við erum öll einstök og mikilvæg og okkar lif hefur jafnmikið gildi.
Í nútímaþjóðfélög er svo mikil æskudýrkun og græðgi. Með aldri og auknum þroska komast margir að því hvað það er sem í raun skiptir máli.
Heidi Strand, 28.9.2007 kl. 21:12
Gaman að rekast á þig í bloggheimum....Vonandi er þetta ekki ég sem nota svona ógeðslega og brjálæðislega flott lýsingarorð í vinnunni
kv.
Steinunn upplýsta.
Steinunn (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.