Spaklega mælt í tímans rás

Heimurinn er ekki Guðdómlegur leikur, hann er guðdómleg örlög. 

Að heimurinn, maðurinn, manneskjurnar, þú og ég skuli vera til hefur Guðdómlega merkingu.

Sköpunin, hún kemur yfir okkur, brennur í okkur, breytir okkur, við titrum og föllum í vanmætti og auðmýkt.

Sköpunin, við tökum þátt í henni, við mætum skaparanum, við gefumst honum til þjónustu og fylgdar.

Martin Bubler

Vitrunin stígur ekki fram úr undirvitundinni; hún drottnar yfir undirvitundinni. . . hún gagntekur hinn mannlega þátt sem til staðar er og mótar hann að nýju:  Vitrun er samfundur í sinni hreinustu mynd.

Martin Buber

Það er bókstaflega ekki hægt að kenna manninum neitt.  Það er aðeins hægt að hjálpa honum að finna þekkinguna sem innra með honum býr, hvaðan sem hún er sprottin.

Galilei

Sem fjaðraður fugl er vonin.

Hún finnur í sál þinni var

og óð sinn orðvana lætur

að eilífu hljóma þar.

Emily Dickinson

 

Hingað til hafa allar rannsóknir bent til þess að valdafíkn sem hefur í för með sér stöðugar áhyggjur og óróa hvetur stöðugt þann hluta sjálfvirka taugakerfisins sem kallast semjukerfi (örvandi) og deyfir þar af leiðandi utansemjukerfið (róandi).  Þetta veldur því svo, streituviðbrögð af völdum adrenalíns eru alltaf til staðar og því minnkar hæfni líkamans til að bregðast við annarri streitu eins og sjúkómi.  David C. McClelland prófessor í sálfræði við  Harvardháskóla komst fyrir nokkru að því, að einstaklingar sem hafa fyrst og fremst áhuga á völdum höfðu minna af ónæmisglóbúlíni A í munnvatni heldur en þeir sem fyrst og fremst bera umhyggju fyrir öðrum.  McClelland skrifar:  "Þetta bendir til þess að ein leið til að forðast streitu og sjúkdóma sé að þroskast, að snúa valdafíkninni upp í að hjálpa öðrum.  Þroski, kærleikur og hleypidómaleysi draga úr örvun semjukerfisins og hugsanlegum skaðlegum áhrifum þess á heilsuna."  Það er ekkert eins vel til þess fallið og hugleiðsla að veita þá rósemi og yfirsýn sem þarf til að öðlast þennan þroska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Langaði að kasta á þig kveðju, vona þú hafir það gott!

Valgerður Halldórsdóttir, 21.10.2007 kl. 09:49

2 identicon

Vildi bara skilja eftir spor eftir mig,þess eðlis að ég væri að lesa bloggið þitt kæri vinur.Vona að þú hafir það gott.Baráttukveðjur

Björk töffari (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 08:44

3 identicon

Frábært að lesa bloggið þitt elsku Ármann, maður þarf nú að vera duglegri að kíkja til ykkar niður í kirkju þegar maður er í bænum ;) Endilega skilaðu kveðju til Sigrúnar 

Kv. frá Bifröst

Lilja Guðrún 

Lilja Guðrún (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 13:00

4 Smámynd: Ármann Eiríksson

Elsku Lilja, þakka þér fyrir fallega kveðju.  Já, kórstarfið fór á skemmtilegt flug hjá okkur eftir dásamlega Vesturheimsför í júní.  Nú kórinn búinn að syngja í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd þar sem séra Sigríður messaði fyrir fólkið í sveitinni (söfnuðnum).  Í gærkvöldi sungum við ásamt Laugarneskirkjukórnum á Akranesi þar sem heil hljómsveit (Fríkirkjubandið + Gunnar Gunnarsson og Þorvaldur þorvaldsson bættust í hljómsveitina) lék undir við flutining á "negrasálmum" eða "Gospellögum" Þar sem Þorvaldur Halldórsson bassi söng einsöng ásamt Ester ...., sem býr hérna í næsta húsi við Fríkirkjuna.  Þetta virtist allt ganga vel í fólkið sem klappaði og tjáði sig með ýmsum hætti.  Gangi þér vel á Bifröst.

Kær kveðja

Ármann

Ármann Eiríksson, 25.10.2007 kl. 12:45

5 identicon

Takk fyrir síðast....! P.G. fór að rifja upp kjötbolluveisluna hérna um árið......það þyrfti að hóa í kjötbolluveislu við fyrsta tækifæri...bollurnar með heitri sósunni gætu yljað manni á köldum vetrarkvöldum, ég tala nú ekki um ef grænubaunirnar væru hitaðar líka upp. Annars velkomin í bloggheima, assgoti ertu orðin sleipur í því. ! Sjáumst hress í fyrramálið.

Bebba (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband